Innlent

Skólanefnd MK vill verklagsreglur vegna barnaklámsmáls

Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður skólanefnd MK.
Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður skólanefnd MK.
Skólanefnd MK harmar þann atburð er upp kom varðandi refsiverða háttsemi eins kennara skólans en kennarinn sem tekinn var með barnaklám hélt áfram kennslu við skólann. Nefndin telur verklagsreglur skorta til að bregðast við máli eins og þessu.

Síðast liðinn föstudag hlaut kennarinn dóm fyrir að hafa mikið magn af klámfengnu myndefni af börnum í tölvu á heimili sínu. Hann gekkst við að eiga umrætt myndefni og var skólameistara menntaskólans gerð grein fyrir því í bréfi, dagsettu 18. nóvember í fyrra.


Tengdar fréttir

Katrín vill skýringar frá MK um barnaklámsmál

Menntamálaráðherrra ætlar að fá skýringar á því hjá skólameistara Menntaskólans í Kópavogi hvers vegna kennari sem tekinn var með barnaklám, hélt áfram kennslu. Ráðherra segir málið alvarlegt.

Dæmdur menntaskólakennari hættur

Menntaskólakennarinn Björgvin Þórisson sem í síðustu viku var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum hefur verið veitt lausn frá störfum við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Margréti Friðriksdóttur skólameistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem Björgvin kenndi.

Starfsfólki MK veitt áfallahjálp

Starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi var veitt áfallahjálp í dag, en mikið uppnám hefur verið í skólanum eftir að kennari var dæmdur fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, segist enga vitneskju hafa haft um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×