Enski boltinn

Gerrard bestur hjá íþróttafréttamönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard hefur átt frábært tímabil.
Gerrard hefur átt frábært tímabil. Nordic Photos/Getty Images

Íþróttafréttamenn á Englandi hafa valið Steven Gerrard sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann sló þar með Ryan Giggs og Wayne Rooney við en þeir voru næstir í kjörinu.

Gerrard hefur skorað 23 mörk á þessari leiktíð sem hefur verið sú besta hjá Liverpool í deildinni í fjöldamörg ár en Liverpool hefur ekki orðið enskur meistari síðan 1990.

Gerrard mun fá verðlaunin afhent í Gala-kvöldverði þann 29. maí en þessi verðlaun eru þau elstu sinnar tegundar í Evrópu. Íþróttafréttamenn hafa verið að veita þau síðan 1948.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×