Enski boltinn

Redknapp mun refsa King

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ledley King í leik með Tottenham.
Ledley King í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp segir að Tottenham muni refsa Ledley King fyrir að fara á fyllerí á aðfaranótt sunnudagsins en hann var handtekinn á sunnudagsmorgun fyrir líkamsárás.

King mátti dúsa í fangelsi á sunnudagsmorgun en var sleppt úr haldi gegn tryggingu síðar um daginn.

Leikmaðurinn hefur beðist afsökunar á framferði sínu en hann sagði að kvöldið einfaldlega farið úr böndunum hjá sér. Hann hafi ætlað sér að fara út að skemmta sér með vinum sínum.

Tottenham mætir Manchester City á morgun og mun King koma við sögu í leiknum.

„Hann veit að hann gerði mistök og hefur beðist afsökunar á þeim. Ég átti gott spjall við hann og hann mun ekki gera þetta aftur," sagði Redknapp en bætti því þó við að honum yrði vissulega refsað fyrir athæfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×