Enski boltinn

Spáir neistaflugi á Old Trafford á eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United,.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United,. Mynd/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, passaði sig á að fara ekki í neitt orðastríð við Liverpool-menn fyrir stórleikinn á Old Trafford á eftir og vildi bara einbeita sér að sínu liði.

„Ég ætla bara að einbeita mér að mínu liði. Við eigum ellefu leiki eftir þannig að við reynum bara að koma okkur í sterka stöðu fyrir lokasprettinn og klára einn og einn leik í einu," sagði Sir Alex.

„Liverpool hafa alltaf verið okkar aðal erkifjendur og það skiptir ekki máli hvar liðin eru í töflunni því þetta er alltaf eins og derby-leikur. Þar kemur inn í sagan og landfræðilega lega þessara tveggja borga," sagði Ferguson en 59 kílómetrar eru á milli Manchester og Liverpool.

Ferguson býst við alvöru baráttuleik í dag. „Þetta eru tvö sigursælustu liðin í Englandi og þegar þau mætast þá býstu alltaf við neistaflugi," sagði Ferguson.

Ferguson hefur unnið sjö sigra gegn tveimur sigrum hjá Rafael Benitez í tíu innbyrðisleikjum stjóranna. United-liðið getur unnið heimaleikinn á móti Liverpool fimmta árið í röð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×