Enski boltinn

Stefnt að undirskrift á miðvikudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu í fyrra.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í leik með íslenska landsliðinu í fyrra. Mynd/Daníel

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar við enska B-deildarliðið Reading en stefnt er að því að gera það á miðvikudaginn.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, sagði í samtali við Vísi í dag að Gunnar Heiðar væri aftur farinn til Englands og engin hætta væri á því að lánssamningur hans væri í hættu.

Gunnar Heiðar er á mála hjá Esbjerg í Danmörku sem hefur samþykkt að lána hann til Reading til lok núverandi leiktíðar.

Fyrir hjá Reading eru þeir Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×