Enski boltinn

Walcott sló hraðamet Henry hjá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Walcott er fáranlega fljótur.
Walcott er fáranlega fljótur.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Theo Walcott hlaupi hraðast allra þeirra leikmanna sem hann hefur stýrt hjá félaginu.

Walcott, sem spilar í treyju númer 14 sem Henry var í, bætti hraðamet Henry í 40 metra hlaupi. Walcott hljóp metrana 40 á 4,72 sekúndum en Henry átti best 4,82.

„Þrír fljótustu leikmenn liðsins í dag eru Walcott, Carlos Vela og Armand Traore. Og já, Theo er sá fljótasti," sagði Wenger.

„Theo á metið í 40 metra hlaupi sem 4,72 sekúndur eða eitthvað slíkt. Thierry var afar fljótur líka og á best 4,82 sekúndur. Tíminn er á því róli en ég get ekki alveg staðfest hann. Theo hefði getað orðið 100 metra hlaupari."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×