Enski boltinn

Leeds komst ekki á Wembley - Millwall áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Millwall fagna hér að vera komnir á Wembley.
Leikmenn Millwall fagna hér að vera komnir á Wembley. Mynd/GettyImages

Millwall tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik um sæti í ensku B-deildinni á Wembley á kostnað Leeds. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Leeds en Millwall fór áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum.

Luciano Becchio kom Leeds yfir á 53. mínútu en áður hafði Jermaine Beckford klikkað á vítaspyrnu. Það var hinsvegar Djimi Abdou sem var hetja gestanna úr Millwall þegar hann jafnaði leikinn á 74. mínútu.

Millwall mætir sigurvegaranum úr leik MK Dons og Scunthorpe en seinni leikur þeirra fer fram á morgun. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×