Innlent

„Staðan hefur lagast"

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.
„Það er ekki útséð með hvernig þetta fer en það miklu meiri líkur en minni að þetta gangi upp,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að staðan í viðræðum um framhald stöðugleikasáttmálans hefði lagast í dag og að hlutirnir hefðu verið að skýrast.

Framtíð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði ræðst á næstu klukkustundum. Á miðnætti rennur út frestur atvinnurekenda til að segja upp núgildandi kjarasamningum. Stjórn Samtaka atvinnulífsins kemur saman klukkan níu í kvöld til að ákveða næstu skref.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins Íslands, tók undir með Vilhjálmi og sagði stöðuna hafa batnað í dag. „Þetta leit ekkert vel út í gærkvöldi og í morgun en ég tek undir með Vilhjálmi að mér finnst atburðarásin í dag hafa ýtt þessu nær."




Tengdar fréttir

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vonbrigði - mjög mikið eftir

„Við fengum ný drög til baka en við erum ekki að komast áfram. Þannig við erum að klóra okkur í kollinum hvað við gerum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar SA og Alþýðusambandsins hafa fundað um stöðugleikasáttmálann í kvöld og beðið eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. Tillögur ríkisstjórnarinnar bárust fyrir skömmu en Vilhjálmur vildi ekki tjá um einstök efnisatriði.

Niðurstöðu að vænta í dag

Alþýðusambandið (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) ræddu í gær um að segja sig frá stöðugleikasáttmálanum en framlengja engu að síður kjarasamninga sín á milli. Þetta staðfestir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en segir það aðeins eitt fjölmargra atriða sem eru til skoðunar. Þessi lausn sé ekki líklegri en hver önnur.

Telur verkalýðshreyfinguna hafa gert mistök

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur forystu verkalýðshreyfingarinnar hafa gert mikil mistök þegar ákveðið var að fresta launahækkunum í mars. Þá er hann afar ósáttur með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að gerð stöðugleikasáttmálans sem skrifað var undir í júní. „Hvað hefur komið út úr þessum stöðugleikasáttmála annað heldur en að launafólk hefur verið þvingað til að afsala sér sínum launahækkunum,“ sagði Vilhjálmur í Kastljósi í kvöld.

Annað efnahagshrun blasir við

Annað efnahagshrun gæti blasað við náist ekki að tryggja sátt á milli ríkisstjórnar og atvinnurekenda segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framtíð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði ræðst á næstu klukkustundum.

Mikil óvissa um stöðugleikasáttmálann

Mikil óvissa ríkir um framtíð stöðugleikasáttmálans og ekki útilokað að kjarasamningum verði sagt upp á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins eru óánægðir með svör ríkisstjórnarinnar eftir fundarhöld helgarinnar.

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fyrr í dag um stöðugleikasáttmálann og verður fundarhöldum fram haldið í kvöld, að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur varaforseta ASI. Hún vill ekki tjá sig um gang viðræðnanna og segir að staðan muni skýrist næsta sólarhring.

Vilhjálmur: Stöðugleikasáttmálinn hangir á bláþræði

Lítið þokaðist í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmálann í dag. Upplausn blasir við á vinnumarkaði náist ekki samkomulag á næstu tveimur sólarhringum.

Stöðugleikasáttmáli gæti verið úr sögunni

Margt þarf að koma til svo að friður haldist á vinnumarkaði. Á þriðjudag tekur stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvörðun um hvort kjarasamningar verða framlengdir.

Hafa fengið yfirlýsingu stjórnvalda

Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið í hendurnar yfirlýsingu stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann, sem stjórnvöld lofuðu þeim eftir fund þeirra í gær. Ef að stöðugleikasáttmálinn heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir því að ASÍ og Samtök atvinnulífsins muni funda vegna málsins seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×