Fótbolti

Kirkja Maradona - Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maradona er dýrkaður víða um heim.
Maradona er dýrkaður víða um heim. Nordic Photos / AFP

Í Argentínu er starfrækt sérstök trúabrögð þar sem landsliðsþjálfarinn og goðsögnin Diego Maradona er guð.

Kirkjan fagnar um þetta leyti 10 ára afmæli en safnaðarmeðlimir eru alls um 40 þúsund talsins.

Kirkjan heldur upp á Maradona-jól og Maradona-áramót. Haldnar eru messur reglulega þar sem sungnir eru Maradona-sálmar og farið með Maradona-faðirvorið.

Goal.com og Partofthegame.tv endurbirtu þessa mögnuðu frétt um kirkjuna á vef sínum í dag. Hún var unnin í tengslum við hátíðarhöld kirkjumeðlima á 48 ára afmæli Maradona í fyrra. Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×