Enski boltinn

Bruce vill fá Cattermole til Sunderland

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lee Cattermole í leik með Wigan.
Lee Cattermole í leik með Wigan. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Sunderland búið að leggja fram kauptilboð í miðjumanninn Lee Cattermole hjá Wigan en harðjaxlinn er búinn að vera orðaður við endurfundi við Steve Bruce, fyrrum stjóra Wigan og núverandi stjóra Sunderland, í allt sumar.

Stjórnarformaðurinn skrautlegi Dave Whelan hjá Wigan lét hafa eftir sér á dögunum við enska fjölmiðla að Cattermole væri alls ekki til sölu enda væri ómögulegt að fylla skarð hans hjá félaginu ef hann yrði seldur.

Nú hefur Sunderland látið reyna á hvort Whelan standi við orð sín um U-21 árs landsliðsmanninn enska.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×