Íslenski boltinn

Marel leggur skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marel í leik með Val gegn Breiðablik í sumar.
Marel í leik með Val gegn Breiðablik í sumar. Mynd/Anton

Framherjinn Marel Jóhann Baldvinsson hefur frekar óvænt ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Þetta kom fram á fundi stuðningsmanna Vals með þjálfara liðsins, Gunnlaugi Jónssyni, í kvöld.

Gunnlaugur tjáði stuðningsmönnum á fundinum að Marel hefði sagt við hann í dag að hann væri hættur í fótbolta.

Marel hefur verið sterklega orðaður við Stjörnuna upp á síðkastið. Gunnlaugur hafði sjálfur sagt að hann vildi halda framherjanum hjá Val og því voru einhverjir möguleikar í stöðunni hjá Marel.

Ekkert verður af því  að Marel spili næsta sumar þar sem hann er hættur eftir því sem Gunnlaugur segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×