Enski boltinn

Fowler ekki að snúa aftur í enska boltann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robbie Fowler í leik með Blackburn.
Robbie Fowler í leik með Blackburn. Nordic photos/Getty images

Framherjinn gamalreyndi Robbie Fowler hefur borið til baka sögusagnir um að hann sé á leiðinni aftur til Englands en hann var sterklega orðaður við John Barnes og lærisveina í Tranmere.

Hinn 34 ára gamli Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, Leeds, Manchester City, Cardiff og Blackburn á Englandi, leikur nú með North Queensland Fury í Ástralíu og segist ekki vera á heimleið í bráð.

„Ég veit ekki hvaðan þessar sögur eru komnar. Einhver hefur greinileg lagt saman tvo og tvo og fengið út sex. Ég er með tveggja ára samning við North Queensland Fury og ég ætla að standa við hann," segir Fowler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×