Erlent

Slagsmál á Nörrebro í nótt

Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Norrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni.

Þegar lögregla handtók fólkið og ók á brott með það brutust út átök á milli lögreglu og nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu stillt sér upp fyrir framan kirkjuna til þess að sýna hælisleitendunum samstöðu. Einn mótmælandinn var handtekinn fyrir að sparka í lögreglumann og annar fyrir að bíta lögregluþjón í fingurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×