Enski boltinn

Tevez vill vera áfram á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fagnar marki.
Tevez fagnar marki. Nordic Photos/Getty Images

Argentínumaðurinn Carlos Tevez virðist algjörlega vera fallinn fyrir enska boltanum því hann segist engan áhuga hafa á að yfirgefa enska boltann. Breytir engu þó svo hann verði að skipta um lið á Englandi.

„Það gengur fyrir hjá mér að spila á Englandi því þetta er sterkasta deild heims. Ég veit samt af áhuga frá Spáni og Ítalíu," sagði hinn 25 ára gamli Tevez.

„Það hefur ýmislegt gengið á og þegar deildin endar þá sjáum við bara hvað gerist. Mér finnst afar erfitt að hugsa til þess að ég þurfi að yfirgefa United. Sérstaklega út af stuðningsmönnunum. Það er ekki auðvelt að sætta sig við slíkt.

„Hver dagur er erfiður því ég veit ég mun ekki spila fyrir þetta félag áfram. United segir að ég sé að fara að skrifa undir nýjan samning en það er ekki að gerast. Ég hef ekki fengið þá virðingu sem ég á skilið.

„Ég hef aldrei beðið Ferguson um útskýringu en leikmaður tekur eftir því þegar hann er ekki hluti af liðinu lengur. Þetta kemur mér á óvart," sagði Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×