Enski boltinn

Forráðamenn City bálreiðir enskum fjölmiðlum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri City.
Roberto Mancini, stjóri City. Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Manchester City hafa bannað fulltrúum enskra dagblaða aðgang að æfingasvæði félagsins vegna viðbragða blaðanna við brottvikningu Mark Hughes úr starfi um helgina.

Ítalinn Roberto Mancini var ráðinn í hans stað og telur félagið að umfjöllun fjölmiðla um málið kunni að hafa haft slæm áhrif á leikmenn liðsins.

Fjölmiðlar hafa einnig gefið í skyn að forráðamenn City hafi logið að stuðningsmönnum félagsins um tímasetningu ráðningar Mancini.

Því neitaði City og sagði ekkert óvenjulegt við hvernig félagið stóð að ráðningu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×