Enski boltinn

Wenger leið eins og hann hefði drepið einhvern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að hann hafi hætt að lesa gagnrýni í sinn garð í blöðunum því honum leið hreinlega eins og hann hefði drepið einhvern við að lesa gagnrýnina.

„Þegar maður lítur á hvernig fólk lítur stundum á stöðuna þá er þetta orðið fáranlegt. Á hverju ári, á hverjum degi þá líður manni bara eins maður hafi drepið einhvern. Þetta er alveg ótrúlegt. ´

Ef maður fjarlægir sig ekki frá þessari umræðu þá fer maður að hugsa um hvernig heimur þetta sé sem við lifum í," sagði Wenger hneykslaður.

„Við töpum fyrir Man. Utd sem hefur úr tíu sinnum meira að spila en við við en þeir eru samt besta lið heims. Ef þú spilar tennis og tapar fyrir Nadal geturðu samt haldið því fram að þú sért góður tennisspilari.

„Við erum með ungt lið sem fór í undanúrslit Meistaradeildarinnar og ensku bikarkeppninnar. Það er ekki eins og við höfum tapað fyrir Cardiff."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×