Enski boltinn

Giggs dreymir um yfirburði United í Evrópu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giggs fagnar í Moskvu fyrir ári síðan.
Giggs fagnar í Moskvu fyrir ári síðan. Nordic Photos/Getty Images

Ryan Giggs er á því að Man. Utd hafi alla burði til þess að vera konungar Evrópu næstu árin. United getur orðið fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til þess að verja titilinn er liðið mætir Barcelona í úrslitum í lok mánaðarins.

Giggs viðurkennir að hann hafi þegar verið farinn að hugsa um næsta tímabil þegar United fagnaði Meistaradeildartitlinum í Moskvu í fyrra.

„Það var auðvitað draumur hvernig leikurinn endaði í Barcelona árið 1999. Í Moskvu í fyrra þá fékk ég mér bara nokkra bjóra og var með fyrstu mönnum sem fór að sofa. Þá var ég að hugsa um næsta tímabil og hversu mikil áskorun það væri að verja titilinn því ekkert annað lið hefði gert það," sagði Giggs sem telur United hafa burði til þess að vera áfram besta lið Evrópu.

„Við getum vel haldið áfram að vera bestir í Evrópu því okkar lið er ungt. Ef við vinnum í Róm þá fáum við svakalegt sjálfstraust sem mun hjálpa okkur á næsta tímabili," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×