Enski boltinn

Alonso vill ekki fara frá Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Xabi Alonso.
Xabi Alonso. Nordicphotos/GettyImages
Xabi Alonso vill ekki fara frá Liverpool í sumar. Orðrómur er uppi um að Alonso verði einn af þeim sem verða seldir til að afla fjár til leikmannakaupa fyrir Rafael Benítez.

Alonso sagði í dag að hann hlakkaði til næsta tímabils sem leikmaður Liverpool. „Ég hef séð svona orðróma oft á mínum ferli. Þetta eru bara orðrómar og ég get ekki talað um þá þar sem það er ekkert til í þessu," sagði Alonso.

Talið er líklegt að Benítez reyni að kaupa Gareth Barry frá Aston Villa en stjórinn vill ekki selja sína bestu leikmenn til að bæta við budduna. Flest bendir til að hann fái 20 milljónir punda til leikmannakaupa, auk þess fjár sem hann aflar fyrir að selja.

Efstur á óskalista hans er David Silva hjá Valencia, en talið er að Liverpool sé í viðræðum við félagið um kaupverð. Menn eins og Daniel Pranjic hjá Heerenveen í Hollandi, sem leikur sem vinstri kantmaður, og framherjinn Alvaro Negredo hjá Almeria eru einnig sagðir á listanum.

Þeir sem gætu farið frá Liverpool eru Ryan Babel, Andriy Voronin og Andrea Dossena.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×