Enski boltinn

Zola vonast enn til þess að krækja í Balotelli

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham segist hafa gert allt sem í sínu valdi standi til þess að sannfæra forráðamenn Inter um að lánssamningur fyrir framherjann efnilega Mario Balotelli myndi hagnast báðum aðilum.

Zola vonast samt enn til þess að Balotelli komi enda leitar hann nú rjúkandi ráða til þess að styrkja framvarðasveit West Ham.

„Það er ekkert pláss fyrir hann hjá Inter og ég held að það myndi hagnast báðum félögum ef hann myndi koma til West Ham. Hann gæti lært mikið af veru sinni hér og hann myndi styrkja okkur mikið því hann hefur hæfileika frá náttúrunnar hendi," segir Zola.

West Ham hefur misst framherjana David Di Michele og Diego Tristan frá síðustu leiktíð og hinn ungi Freddie Sears verður í árs láni hjá Crystal Palace á næstu leiktíð. Eftir standa Charlton Cole og hinn meiðslum hrjáði Dean Ashton auk unglinganna Savio Nsereko og Frank Nouble. Hinn átján ára Balotelli yrði því mikill liðsstyrkur fyrir Lundúnafélagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×