Enski boltinn

Ferguson ekki orðinn saddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson fagnar titlinum í fyrra.
Ferguson fagnar titlinum í fyrra. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson er sannfærður um að Man. Utd geti sett met yfir flesta unna meistaratitla í Englandi.  United getur jafnað Liverpool í dag sem hefur til þessa unnið flesta meistaratitla eða 18.

Ferguson mun eflaust ekki fagna þessum titli lengi því hann segist vera hungraður í enn meiri árangur.

„Ég er ekkert að hugsa um að jafna met einhverra. Við viljum bara horfa á okkur og einbeita okkur að því að vera bestir. Þetta lið á enn meira inni og getur unnið fleiri titla. Það er enn meira spennandi en að hugsa um að jafna einhver met," sagði stjórinn.

United-liðið í dag er blanda af ungum og reyndum mönnum.

„Giggs, Scholes og Neville höfðu mikla burði þegar þeir voru ungir og enn að læra. Ungu strákarnir í dag eru alveg eins. Munurinn er að ungu strákarnir í dag hafa sannað sig á erfiðari vettvangi því boltinn er erfiðari í dag," sagði Ferguson.

„Það má kannski segja að Giggs, Neville og Scholes séu risaeðlur. En þeim hefur tekist á löngum ferli að þróa sig, sýna frábæra frammistöðu og afreka slíka hluti að í dag er litið á þá sem goðsagnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×