Enski boltinn

Hvað þarf að gerast til að Crewe bjargi sér frá falli í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Mynd/GettyImages

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe berjast fyrir lífi sínu í lokaumferð ensku C-deildarinnar í dag. Crewe þarf bæði að vinna sinn leik og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.

Hereford og Cheltenham eru þegar fallinn úr deildinni en tvö af eftirfarandi liðum fara sömu leið eftir leiki dagsins: Crewe, Carlisle, Brighton, Northampton, Hartlepool og Stockport.

Crewe mætir Leicester á heimavelli og þarf að vinna leikinn. Crewe þarf einnig að treysta á það að Brighton tapi á móti Stockport og að Carlisle nái ekki að vinna Millwall. Auk þessa þarf Crewe-liðið að vinna upp fjögurra marka forskot sem Brighton hefur í markatölu á Crewe-liðið.

Von Crewe er vissulega veik því Brighton-liðið hefur verið eitt heitasta liðið í deildinni að undanförnu en liðið hefur náð í 10 af síðustu 12 mögulegum stigum.

Crewe þarf líka að vinna sinn leik en liðið hefur ekki unnið leik síðan 14. mars. Síðan þá hefur Crewe gert fimm jafntefli og tapað fjórum leikjum.

Staða neðstu liða fyrir lokaumferðina:

17. Stockport 50 stig (+3)

18. Hartlepool 50 (-10)

19. Northampton 49 (-1)

20. Brighton 49 (-16)

-------------

21. Carlisle 47 (-15)

22. Crewe 46 (-20)

23. Cheltenham 39 (-38)

24. Hereford 34 (-36)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×