Enski boltinn

West Ham með nýtt boð í Chamakh - Collins á leið til Aston Villa?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum netmiðilsins Mirror Football er enska úrvalsdeildarfélagið West Ham nú búið að leggja fram sitt fjórða kauptilboð í framherjann Marouane Chamakh hjá Bordeaux.

Kauptilboðið hljóðar upp á 6 milljónir punda plús eina milljón punda eftir ár auk þess sem franska félagið fær tuttugu prósent af sölutekjum á leikmanninum ef West Ham ákvaður að selja hann síðar meir.

Chamakh býðst fimm ára samningur á Upton Park og vonast Lundúnafélagið til þess að gengið verði frá samningum fyrir leikinn gegn Tottenham um helgina.

West Ham hefur í hyggju að fjármagna kaupin á Chamakh með því að selja James Collins til Aston Villa á 5 milljónir punda en Aston Villa var einnig sagt hafa lagt fram 12 milljón punda kauptilboð í Matthew Upson á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×