Enski boltinn

Leikmenn City rifust inn í klefa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry í leiknum gegn Tottenham.
Gareth Barry í leiknum gegn Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Leikmenn Manchester City hnakkrifust inn í búningsklefanum eftir að liðið tapaði fyrir Tottenham, 3-0, nú fyrr í vikunni.

Þetta segir Gareth Barry, leikmaður City, en ítrekaði að ekkert hafi verið sagt sem menn sjá eftir.

„Menn voru margir særðir eftir leikinn og sumir hnakkrifust," sagði Barry. „Það var ekki bara að við töpuðum leiknum heldur hvernig við töpuðum honum. Stoltið var sært eftir leikinn."

„En það mikilvægasta er hvernig við bregðumst við þessu tapi. Bestu liðin ná sér strax aftur á strik og við ætlum að reyna að gera það líka. Það er ekkert annað en sigur sem kemur til greina um helgina," sagði hann en City mæti Sunderland á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×