Enski boltinn

Campbell gæti farið til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð.
Sol Campbell í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Phil Brown, stjóri Hull, segir að sér standi til boða að gera Sol Campbell tilboð um að ganga til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu mánaðamót.

Campbell samdi við enska D-deildarliðið Notts County í sumar en fékk sig lausan frá félaginu eftir að hafa spilað aðeins einn leik.

Hann hefur því ekki mátt spila með öðru félagi í haust en hefur þó verið orðaður við fjölda félaga í Englandi.

Newcastle og Wigan eru ásamt Hull sögð hafa áhuga á að gera Campbell tilboð.

„Ég gerði Sol tilboð í sumar og hann fór annað," sagði Phil Brown, stjóri Hull, við enska fjölmiðla í dag. „Okkur stendur aftur til boða að fá hann en ég veit ekki hvort önnur félög eru í sömu sporum."

„En þetta er allt undir Sol sjálfum komið. Boltinn er hans megin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×