Enski boltinn

Bowyer tryggði Birmingham sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Bowyer og félagar fagna sigurmarki hans í dag.
Lee Bowyer og félagar fagna sigurmarki hans í dag. Nordic Photos / Getty Images

Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag en Birmingham vann 1-0 sigur á Wolves.

Lee Bowyer skoraði eina mark leiksins strax á þriðju mínútu með glæsilegu skoti af um 20 metra færi.

Birmingham fékk betri færi í leiknum en tókst þó ekki að skora annað mark. Matt Jarvis fékk besta færi Wolves í leiknum en liðinu tókst þó sjaldan að ógna marki andstæðinganna.

Birmingham hefur nú unnið tvo leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2004.

Liðið er í ellefta sæti deildarinnar með átján stig en Wolves enn í nítjánda sæti með tíu stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×