Enski boltinn

Óvissa með Rio og Evans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex og Rio.
Sir Alex og Rio. Nordic Photos/Getty Images

Manchester United mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Óvissa er með þáttöku varnarmannanna Rio Ferdinand og Jonny Evans.

Báðir eru meiddir og og John O´Shea mun klárlega spila ef þeir ná ekki að jafna sig. Fastlega er búist við því að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, muni spila Paul Scholes, Michael Carrick og Wayne Rooney í kvöld.

Wigan verður á aftur á móti án framherjans Amr Zaki. Markvörðurinn Chris Kirkland er slæmur í bakinu og ef hann spilar ekki verður Richard Kingston í markinu.

United getur stigið skrefi nær sínum þriðja Englandsmeistaratitli í röð í kvöld en liðinu vantar fjögur stig í síðustu þremur leikjum sínum til þess að gulltryggja meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×