Enski boltinn

Tevez horfði upp á City tapa fyrir sjóræningjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez var niðurlútur þegar City var komið 0-2 undir í dag.
Carlos Tevez var niðurlútur þegar City var komið 0-2 undir í dag. Mynd/AFP

Carlos Tevez var meðal áhorfenda þegar nýja liðið hans, Manchester City, tapaði 0-2 fyrir Orlando Pirates í æfingaleik í Suður-Afríku í dag. Þetta var fyrsti leikurinn í Vodacom Challenge-æfingamótinu.

„Þetta var góð æfing á móti Pirates-liði sem spilaði vel. Ég er sáttur með daginn en ekki með úrslitin," sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City.

„Við erum enn að vinna með form leikmanna og í dag sást að leikmenn voru á misjöfnum stað í ferlinum. Eftir nokkra leiki verða allir komnir á fullt," sagði Hughes.

Hann sagði Carlos Tevez og Roque Santa Cruz ekki vera tilbúna í að spila leik með liðinu á þessum tímapunkti en þeir komu báðir seint til liðs við City á undirbúningstímabilinu.

Þjálfari Orlando Pirates er fyrrum stjarna hollenska landsliðsins Ruud Krol. „Þeir eru nýkomnir frá Dubai sem er annað en að segja það. Trúið mér þegar ég segi að City er með gott lið," sagði Krol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×