Enski boltinn

Ferguson: Það kom mér ekki á óvart að þeir mættu með varaliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði baráttuglöðum Wolves-leikmönnum fyrir frammistöðu sína á Old Trafford í kvöld en United vann þá 3-0 sigur á varaliði Wolves og komst upp að hlið Chelsea á toppnum.

„Þetta var erfitt kvöld og þeir gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur, pressuðu boltann allan tímann og tækluðu allt sem var í boði. Ég tel að þeir hafi staðið sig mjög vel í þessum leik vitandi það að þarna var varaliðið þeirra að spila," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United eftir 3-0 sigur á Wolves í kvöld.

„Það kom mér ekki á óvart að Mick tefldi fram varaliði í kvöld því þeir eiga mjög mikilvægan leik á móti Burnley um næstu helgi. Þetta varð þægilegt fyrir okkur um leið og við skoruðum fyrsta markið okkar," sagði Alex Ferguson eftir sinn 900. deildarleik sem stjóri Manchester United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×