Enski boltinn

Fabregas sakaður um að hrækja á aðstoðarþjálfara Hull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas sést hér labba á brott eftir hina meintu hráku.
Fabregas sést hér labba á brott eftir hina meintu hráku. Nordic Photos/Getty Images

Phil Brown, stjóri Hull, var rjúkandi reiður eftir tap sinna manna gegn Arsenal í bikarnum í gær. Hann var helst ósáttur við Cesc Fabregas sem hann segir hafa hrækt á aðstoðarmann sinn eftir leikinn.

„Það að fyrirliði Arsenal hræki á aðstoðarmann minn eftir leikinn sýnir nákvæmlega hvernig félag þetta er," sagði Brown brjálaður eftir leikinn en Fabregas hafnaði öllum ásökunum.

„Ég neita því algjörlega að ég hafi hrækt á einhvern eftir leikinn. Ég hef aldrei gert það á ferlinum og af hverju ætti ég svo að gera það þegar ég er ekki einu sinni að spila," sagði Fabregas sem er meiddur og var í borgaralegum klæðum.

Brown var heldur ekki sáttur með Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem tók í hendina á sér eftir leikinn.

„Það kom mér ekki á óvart. Hann gerir það aldrei," sagði Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×