Erlent

Breskur hermaður drepinn í kjölfar yfirlýsinga Brown

Forsætisráðherrann heimsótti ráðamenn í Pakistan og Afganistan í gær. Hér sést hann í Islambad í Pakistan. Mynd/AP
Forsætisráðherrann heimsótti ráðamenn í Pakistan og Afganistan í gær. Hér sést hann í Islambad í Pakistan. Mynd/AP Mynd/AP
Breskur hermaður var drepinn í suðurhluta Afganistans í kvöld degi eftir afdráttarlausar yfirlýsingar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Hann heimsótti óvænt í gær bæði Afganistan og Pakistan og sagði vöggu hryðjuverka vera við landamæri ríkjanna.

Þá sagðist Brown vilja vinna náið með ráðamönnum í ríkjunum við að uppræta starfsemi hryðjuverkamanna því það gerði Bretland og um leið heiminn betri.

Árásin í kvöld var gerð í Helmand umdæmi en þar hafa Talibanar ráðist af miklum þunga gegn hermönnum NATO ríkjanna sem þar eru.

Meiri en 8000 breskir hermenn eru í Afganistan og eru flestir þeirra í Helmand. Yfir 150 breskir hermann hafa fallið í átökunum í Afganistan undanfarin átta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×