Innlent

Hallarbylting í Framsóknarflokknum

Birgir Guðmundsson.
Birgir Guðmundsson.
Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hallarbyltingu hafa verið gerð í Framsóknarflokknum í Reykjavík, þegar oddviti flokksins var felldur. „Það má segja að það sé hallarbylting í gangi hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík með þessari niðurstöðu," sagði Birgir í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, sitjandi borgarfulltrúa flokksins, í kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi kosningum á kjörfundi fyrr í dag. Einar hlaut 298 atkvæði eða 62% gildra atkvæða og Óskar hlaut 182 atkvæði eða 38%.

Birgir telur að mótframboð Einars hafi komið Óskari að óvörum og að stefnuáherslur hafi ráðið meiru. Kosið hafi verið á milli hægri og vinstri. Einar sé fulltrúi fyrir einhvers konar R-lista sjónarmið.


Tengdar fréttir

Guðlaugur dregur framboð sitt til baka

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur, hefur dregið framboð sitt í 3. sæti á lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor til baka. Hann er náinn samstarfsfélagi Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem laut í lægra haldi í baráttu við Einar Skúlason um oddvitasætið.

Einar sigraði sitjandi borgarfulltrúa

Einar Skúlason, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sigraði Óskar Bergsson, borgarfulltrúa, í kosningu um oddvitasæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar hlaut 62% atkvæða.

Óskar: Úrslitin vonbrigði

Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og sitjandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að úrslitin í kosningu um oddvitasæti flokksins séu vonbrigði. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í komandi kosningabaráttu.

Talning hafin á kjörfundi framsóknarmanna

Kosningu um oddvitasæti framsóknarmanna í komandi borgarstjórnarkosningum lauk á 12 tímanum og er talning hafin. Kjörfundur fer fram á Hótel Loftleiðum og berjast Einar Skúlason, varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, um fyrsta sætið.

Valgerður sigraði Hall í baráttunni um þriðja sætið

Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, sigraði Hall Magnússon í kosningu um þriðja sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík í kosningunum í maí á næsta ári. Valgerður sigraði með 66% gildra atkvæða en Hallur hlaut 34% atkvæða.

Einar og Óskar berjast um oddvitasætið

Kjörfundur framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefst klukkan tíu á Hótel Loftleiðum. Einar Skúlason, fyrrverandi skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi, takast á um oddvitasætið. Alls eru 20 frambjóðendur í kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×