Hjaltalín spilar á Hróarskeldu 4. mars 2009 06:00 Sigríður Thorlacius og félagar hennar í Hjaltalín hafa bókað sig á Hróarskelduhátíðina í sumar. Fréttablaðið/Anton „Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira