Hjaltalín spilar á Hróarskeldu 4. mars 2009 06:00 Sigríður Thorlacius og félagar hennar í Hjaltalín hafa bókað sig á Hróarskelduhátíðina í sumar. Fréttablaðið/Anton „Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira