Enski boltinn

Everton neitar að tjá sig um fjarveru Lescott

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joleon Lescott.
Joleon Lescott. Nordic photos/AFP

Samkvæmt breskum fjölmiðlum mætti varnarmaðurinn Joleon Lescott ekki á æfingu með Everton í dag en félagið mætir Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA annað kvöld.

Ef rétt reynist þykja fregnirnar renna enn frekar stoðum undir að varnarmaðurinn kunni að fara til Manchester City eftir allt saman.

„Við munum ekki tjá okkur um umrætt atvik að svo stöddu," segir talsmaður Everton í samtali við breska fjölmiðla í dag.

Everton hefur þegar hafnað kauptilboðum upp á 15 og 18 milljónir punda sem og reyndar beiðni leikmannsins sjálfs um að vera settur á sölulista.

City er nú sagt vera með nýtt kauptilboð upp á 20 milljónir punda í burðarliðnum en einnig hefur verið rætt um hugsanleg leikmannaskipti og hafa Richard Dunne og Martin Petrov verið nefndir til sögunnar í því samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×