Enski boltinn

Kinnear útskrifaður um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, vonast til að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið undanfarið nú á sunnudaginn.

Hann gekkst undir þrefalda hjáveituaðgerð á hjarta í síðustu viku en hann var lagður inn á sjúkrahús skömmu fyrir leik Newcastle og West Brom um síðustu helgi.

„Læknarnir sögðu að aðgerðin hafi gengið vel. Mér líður þokkalega vonast til að komast heim á sunnudaginn," sagði Kinnear á heimasíðu Newcastle. Talið er að hann muni snúa aftur til starfa eftir tvo mánuði. Chris Hughton og Colin Calderwood munu stýra liðinu í hans fjarveru.

Newcastle mætir Everton á sunnudaginn. „Ég mun hringja í Chris fyrir leikinn og óska honum og strákunum góðs gengis. Ég verð límdur við sjónvarpið og mun hvetja strákana óspart áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×