Erlent

Vinir til vinstri

Óli Tynes skrifar
Hugo Chavez & Co.
Hugo Chavez & Co. MYND/AP

Hugo Chavez forseti Venesúela er svo ánægður með að hafa setið á valdastóli í tíu ár að hann taldi ástæðu til þess að lýsa yfir þjóðhátíð og fyrirskipa skrúðgöngur.

Jafnframt bauð hann nokkrum helstu vinum sínum í Suður-Ameríku til ráðstefnu um framtíðina.

Meðal þeirra sem mættu til þess að hylla leiðtogann voru Manuel Zelaya, forseti Honduras, Rafael Correa, forseti Ekvadors, Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra og Jose Machado varaforseti Kúbu.

Hægra megin við hinn veifandi Chaves eru svop Daniel Ortega forseti Nikvaragva og Evo Morales forseti Bólivíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×