Enski boltinn

Ferguson til Nani: Vertu kyrr og berstu um sætið þitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani og Sir Alex Ferguson.
Nani og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur skorað á Portúgalann að takast á við samkeppni um sæti í United-liðinu af fullum hug, hætta að kvarta eða reyna að komast burt og einbeita sér á að vinna sér sæti í liði ensku meistarana.

„Nani hefur verið orðaður við nokkur stór félög en ekkert þeirra hefur haft samband við okkur. Við ætlum ekki að selja hann. Hann er aðeins 23 ára gamall ef einhver ætlar að reyna að kaupa hann í janúar þá mun ég svara að hann sé ekki til sölu," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

Meðal félaga sem hafa síðasta árið sýnt Nani áhuga ef marka má ensku fjölmiðlanna eru lið eins og AC Milan, Benfica og nú síðast Barcelona.

„Hann eru ungur enn og vill fá að spila. Hann fær kannski tækifærið á móti Tottenham í deildarbikarnum. Aðalástæðan fyrir því af hverju hann hefur verið mikið á bekknum er vegna þess hversu Antonio Valencia er búinn að spila vel," útskýrir stjórinn.

„Þetta snýst ekki um neina gagnrýni á Nani sem leikmann heldur hafa hlutirnir ekki þróast í hans hag. Ég hef talað við hann og hef lagt áherslu á þá þolinmæði sem hann verður að sýna. Hann þarf síðan að grípa tækifærið þegar það gefst," sagði Ferguson.

Nani er búinn að leika 85 leiki fyrir United og hefur skorað í þeim 12 mörk en Sir Alex Ferguson keypti hann frá

Sporting Lisbon árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×