Besta hljómplata U2 í átján ár 24. febrúar 2009 06:00 Bono og félagar í U2 hafa sent frá sér sína bestu plötu í átján ár að mati Rolling Stone.nordicphotos/getty Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“