Gunnlaugur: Skynsamlegasta niðurstaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2009 22:40 Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Arnþór Gunnlaugur Jónsson sagði það hafa verið skynsamlegustu lausnina í stöðunni að hann hættir samstundis þjálfun liðs Selfoss. Frá því var greint fyrr í kvöld að Gunnlaugur og stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hafi komist að því samkomulagi að Gunnlaugur hætti strax sem þjálfari. Um helgina var greint frá því að Gunnlaugur taki við þjálfun Vals nú þegar tímabilinu lýkur. Það spurðist út skömmu fyrir leik Selfoss og Hauka á laugardaginn og fór það illa í marga Selfyssinga. „Þetta mál sprakk í andlitinu á okkur og þetta var því skynsamlegasta niðurstaðan. Nú er hægt að setja punkt við þetta dæmi og leikmenn farið að einbeita sér að þessum mikilvæga leik á laugardaginn," sagði Gunnlaugur í samtali við Vísi í kvöld. „Ég fundaði með stjórn og leikmönnum í dag. Það er allt í góðu á milli allra aðila," bætti hann við. Gunnlaugur er uppalinn Skagamaður en lék einnig með KR áður en hann hélt til Selfoss. Þar náði hann frábærum árangri og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn og getur Selfoss tryggt sér sigurinn í deildinni með góðum úrslitum gegn ÍA á heimavelli um helgina. Þann leik hafði Gunnlaugur hugsað sér að spila. „Það hefði verið rómantískt að klára tímabilið og minn leikmannaferil á móti Akranesi og landa þá þessum titli. En ég tók ákvörðun í síðustu viku og þá varð allt vitlaust. Ég held að það sé ágætt að því máli sé nú bara lokið." „Hvort ég fari á leikinn eða ekki kemur bara í ljós. Ég stýri alla vega liði Selfossi ekki. En ég vona að strákarnir fái titilinn afhendan á heimavelli og að þeim takist að enda þetta tímabil jafn glæsilega og það hefur verið í sumar." Þrátt fyrir allt segist Gunnlaugur ekki sjá eftir neinu. „Ég hef sagt það áður - þetta tilboð var allt of spennandi til að hafna því. Við það mun ég standa. Aðstæður hefðu þó vitanlega mátt vera allt aðrar. Að sjálfsögðu átti þetta ekki að fara svona." Hann telur líklegt að hann muni byrja að funda með forráðamönnum Vals í vikunni. „En það er alveg klárt að Atli (Eðvaldsson) klárar tímabilið hjá Val. Ég hef heldur ekki trú á því að ég verði á bekknum hjá Val í þessum síðustu leikjum tímabilsins. Ég mun þó alveg örugglega fylgjast með upp í stúku." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson sagði það hafa verið skynsamlegustu lausnina í stöðunni að hann hættir samstundis þjálfun liðs Selfoss. Frá því var greint fyrr í kvöld að Gunnlaugur og stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hafi komist að því samkomulagi að Gunnlaugur hætti strax sem þjálfari. Um helgina var greint frá því að Gunnlaugur taki við þjálfun Vals nú þegar tímabilinu lýkur. Það spurðist út skömmu fyrir leik Selfoss og Hauka á laugardaginn og fór það illa í marga Selfyssinga. „Þetta mál sprakk í andlitinu á okkur og þetta var því skynsamlegasta niðurstaðan. Nú er hægt að setja punkt við þetta dæmi og leikmenn farið að einbeita sér að þessum mikilvæga leik á laugardaginn," sagði Gunnlaugur í samtali við Vísi í kvöld. „Ég fundaði með stjórn og leikmönnum í dag. Það er allt í góðu á milli allra aðila," bætti hann við. Gunnlaugur er uppalinn Skagamaður en lék einnig með KR áður en hann hélt til Selfoss. Þar náði hann frábærum árangri og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn og getur Selfoss tryggt sér sigurinn í deildinni með góðum úrslitum gegn ÍA á heimavelli um helgina. Þann leik hafði Gunnlaugur hugsað sér að spila. „Það hefði verið rómantískt að klára tímabilið og minn leikmannaferil á móti Akranesi og landa þá þessum titli. En ég tók ákvörðun í síðustu viku og þá varð allt vitlaust. Ég held að það sé ágætt að því máli sé nú bara lokið." „Hvort ég fari á leikinn eða ekki kemur bara í ljós. Ég stýri alla vega liði Selfossi ekki. En ég vona að strákarnir fái titilinn afhendan á heimavelli og að þeim takist að enda þetta tímabil jafn glæsilega og það hefur verið í sumar." Þrátt fyrir allt segist Gunnlaugur ekki sjá eftir neinu. „Ég hef sagt það áður - þetta tilboð var allt of spennandi til að hafna því. Við það mun ég standa. Aðstæður hefðu þó vitanlega mátt vera allt aðrar. Að sjálfsögðu átti þetta ekki að fara svona." Hann telur líklegt að hann muni byrja að funda með forráðamönnum Vals í vikunni. „En það er alveg klárt að Atli (Eðvaldsson) klárar tímabilið hjá Val. Ég hef heldur ekki trú á því að ég verði á bekknum hjá Val í þessum síðustu leikjum tímabilsins. Ég mun þó alveg örugglega fylgjast með upp í stúku."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti