Erlent

Tugir fallnir eftir sjálfsmorðsárásir

Frá Bagdad í dag.
Frá Bagdad í dag. MYND/AP
Að minnsta kosti 76 féllu í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak í dag. 48 féllu þegar hryðjuverkamaður sprengdi sjálfan sig upp á veitingastað í Baquba sem er í norðausturhluta landsins. 70 eru sagðir alvarlega slasaðir.

Þá féllu að lágmarki 28 þegar maður sem hafði vafið um sig sprengjubelti sprengdi sjálfan sig í hópi heimilislausra fjölskyldna í höfuðborginni Bagdad.

Þrátt fyrir að dregið hafi úr ofbeldi seinustu misseri í Írak eiga sér stað öðru hvoru mannskæðar árásir vígamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×