Fótbolti

Leik Monaco frestað vegna svínaflensu

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Monaco.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Monaco. Nordic Photos / AFP

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Monakó fá frí um helgina en leik liðsins við Montpellier hefur verið frestað. Ástæðan er svínaflensa sem herjar á leikmenn Montpellier.

Þetta er annar leikurinn í frönsku deildinni sem hefur verið frestað vegna H1N1 veirunnar, í síðasta mánuði var leik Marseille og París St. Germain frestað eftir að þrír leikmenn Parísarliðsins lögðust í flensu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×