Enski boltinn

Nasri verður ekki refsað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri og Stephen Hunt í leiknum um helgina.
Samir Nasri og Stephen Hunt í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Samir Nasri verður ekki refsað fyrir að hafa traðkað á Richard Garcia í leik Arsenal og Hull í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Eftir atvikið í leiknum sauð upp úr hjá leikmönnum liðanna og fékk Nasri gult spjald fyrir sinn þátt.

Hins vegar sá Steve Bennett, dómari leiksins, ekki þegar Nasri traðkaði á Garcia. Hann hefur nú séð upptökur af atvikinu en ákveðið að hann hefði ekki sýnt honum beint rautt spjald hefði hann séð atvikið í leiknum sjálfum.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Arsenal en Geovanni brenndi af vítaspyrnu fyrir Hull í stöðunni 1-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×