Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sjötti útisigur Breiðabliks í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Kristinn Gunnarsson stóð sig vel með Blikum í dag.
Árni Kristinn Gunnarsson stóð sig vel með Blikum í dag. Mynd/Arnþór

Breiðablik þurfti ekki að hafa mikið fyrir 2-0 sigri á Fjölni í Grafarvogi í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Blikar höfðu tögl og haldir allan leikinn en létu sér nægja að skora tvö mörk þrátt fyrir mikla yfirburði.

Guðmundur Pétursson kom af krafti aftur inn í lið Blika eftir að hafa ekki mátt spila á móti KR. Guðmundur lagði upp mark fyrir Kristinn Steindórsson á 28. mínútu og skoraði síðan seinna markið á 56. mínútu eftir stungunsendingu frá Andra Rafni Yeoman.

Leikurinn var eins og létt æfing fyrir Blika sem gátu leyft sér ákveðið kæruleysi á móti slökum Fjölnismönnum sem voru þegar fallnir og ekki í miklum baráttuham í þessum leik.

Blikaliðið var meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en Fjölnismenn lágu aftarlega og bitu ekki mikið frá sér í skyndisóknunum.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark leiksins með góðu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Guðmundar Péturssonar sem braust í gegnum Fjölnisvörnina upp á sitt einsdæmdi. Kristinn fékk boltann utarlega í teignum og fékk nægan tíma til að skora.

Guðmundur var hættulegur í framlínu Blika og fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir hálfleik þegar hann skallaði framhjá fyrir framan mitt markið eftir góða sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni.

Guðmundur koma síðan Blikum í 2-0 eftir að hafa fengið stungusendingu frá Andra Rafni Yeoman. Guðmundur afgreiddi færið glæsilega og heldur því áfram að skora í Blikatreyjunni.

Breiðablik er búið að vinna sex útileiki í röð í deild og bikar en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð utan Kópavogs.

Fjölnir-Breiðablik 0-2

0-1 Kristinn Steindórsson (28.)

0-2 Guðmundur Pétursson (56.)

Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 625

Dómari: Örvar Sær Gíslason (6)

Skot (á mark): 6-16 (2-8)

Varin skot: Þórður 6 - Ingvar 2.

Horn: 5-6

Aukaspyrnur fengnar: 15-11

Rangstöður: 1-5

Fjölnir (4-5-1):

Þórður Ingason 6

Illugi Þór Gunnarsson 5

Gunnar Valur Gunnarsson 5

Geir Kristinsson 5

Magnús Ingi Einarsson 3

(64., Eyþór Atli Einarsson 6)

Guðmundur Karl Guðmundsson 5

Kristinn Freyr Sigurðsson 5

Heimir Snær Guðmundsson 4

(64., Ágúst Þór Ágústsson 5)

Andri Steinn Birgisson 4

Aron Jóhannsson 5

Gunnar Már Guðmundsson 5

(85., Marinó Þór Jakobsson -)

Breiðablik (4-5-1):

Ingvar Þór Kale 6

Árni Kristinn Gunnarsson 7

(90., Reynir Magnússon -)

Elfar Freyr Helgason 6

Kári Ársælsson 6

Kristinn Jónsson 5

(80., Haukur Baldvinsson -)

Andri Rafn Yeoman 6

Arnar Grétarsson 6

Finnur Orri Margeirsson 7

Guðmundur Kristjánsson 6

Kristinn Steindórsson 6

(88., Evan Schwartz -)

Guðmundur Pétursson 7 - Maður leiksins -








Fleiri fréttir

Sjá meira


×