Enski boltinn

Guðjón knattspyrnustjóri mánaðarins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón með viðurkenningu sína.
Guðjón með viðurkenningu sína. Mynd/Heimasíða Crewe

Guðjón Þórðarson var í dag útnefndur knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku C-deildinni í knattspyrnu.

Guðjón er knattspyrnustjóri Crewe sem vann fjóra af fimm leikjum sínum í síðasta mánuði en tapaði að vísu svo í gær í fyrsta leik sínum í mars.

Guðjón var vitanlega hæstánægður með útnefninguna en sagði leikmenn eiga heiðurinn skilinn.

„Ég er ánægður með viðbrögð leikmanna," sagði Guðjón á heimasíðu Crewe en hann kom til félagsins um áramótin síðustu. „Leikmennirnir hafa lagt mikið á sig undir erfiðum kringumstæðum. Þeir hafa bætt sig og fært liðið frá fallsvæði deildarinnar."

Hann segir þó mikla vinnu enn eftir. „Ég hef alltaf talið að ég gæti veitt Crewe hjálparhönd en verkefninu er ekki lokið enn. Það er enn mikið eftir af tímabilinu og mikil vinna eftir. En það eru jákvæð teikn á lofti og við þurfum að byggja á því."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×