Enski boltinn

Cissokho segir Tottenham hafa áhuga á sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aly Cissokho í leik með Porto.
Aly Cissokho í leik með Porto. Nordic Photos / Getty Images
Bakvörðurinn Aly Cissokho segir að Tottenham hafi áhuga á sér en að hann muni taka ákvörðun eftir tímabilið hvort hann fari frá félagi sínu, Porto í Portúgal.

Cissokho er 21 árs og fæddur í Frakklandi. Hann er samningsbundinn Porto til 2012 og hann segir forráðamenn félgsins vilja framlengja samninginn við sig.

„Ég veit líka að önnur stór félög hafa verið að fylgjast með mér og að Tottenham er eitt þeirra," sagði Cissokho í samtali við enska fjölmiðla. „Ég mun ræða við mitt félag og ákveða framhaldið efvtir það. Við þurfum bara að bíða til loka tímabilsins og sjá til."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×