Enski boltinn

Carvalho vill ólmur komast til Inter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ricardo Carvalho.
Ricardo Carvalho. Nordic photos/AFP

Fréttir frá Ítalíu í gær um að Massimo Moratti, forseti Inter, teldi ólíklegt að Deco og/eða Ricardo Carvalho kæmu til ítalska félagsins frá Chelsea þóttu gefa sterklega til kynna að viðræður milli félaganna tveggja hefðu fallið upp fyrir.

Varnarmaðurinn Carvalho er þó ekki tilbúinn að láta þar við sitja og ætlar að biðla til forráðamanna Lundúnafélagsins um að fá að fara til Ítalíu og leika fyrir José Mourinho á nýjan leik, en Carvalho lék undir honum hjá bæði Chelsea og Porto.

„Inter er frábært félag og eftir fimm stórkostleg ár í London væri ég til í að takast á við nýja áskorun. Ég þarf ekki einu sinni að tala um Mourinho. Hann er mikill fagmaður. Þetta stendur því bara á milli félaganna tveggja að leysa málið en ef ekkert gerist þá virði ég að sjálfsögðu samning minn við Chelsea," segir Carvalho í samtali við Corriere dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×