Enski boltinn

Torres ætlar að taka við keflinu af Ronaldo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres.

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, segist ákveðinn í að taka við keflinu af Cristiano Ronaldo sem hættulegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ronaldo hefur yfirgefið Manchester United fyrir Real Madrid.

„Það er minn metnaður að vera sá leikmaður sem flestir óttast í enska boltanum nú þegar Ronaldo er farinn. Til að það markmið náist verðum við að vinna titla," segir Torres.

„Við erum bjartsýnir á að geta haldið áfram frá síðasta tímabili og tekið næsta skref. Manchester United er frábært lið með mörgum mögnuðum leikmönnum en við eigum góða möguleika. Það er kannski erfiðara að spá fyrir um úrslitin núna þegar Ronaldo er farinn."

„Chelsea heldur nánast sama liði og á síðasta tímabili og verða vafalítið í baráttunni einnig og svo er Arsenal með sterkt lið. Okkur finnst við vera betri en á síðasta tímabili," sagði Torres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×