Enski boltinn

Leikmenn Chelsea héldu að þeir væru ósnertanlegir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos/Getty Images

Hollendingurinn Guus Hiddink hefur nú greint frá því að hann hafi þurft að berjast fyrir stöðu sinni og virðingu meðal leikmanna félagsins.

„Þegar ég byrjaði þá þurfti ég að berjast fyrir stöðu minni gagnvart leikmönnum. Sumir þeirra höfðu þá hugmynd að þeir væru ósnertanlegir," sagði Hiddink sem hefur heldur betur síðan náð til leikmanna liðsins.

„Við náðum saman og leikmennirnir brugðust við eins og ég vildi. Ég er afar stoltur af því. Að hafa fengið þessi góðu viðbrögð frá öllum í félaginu veitir mér mikla ánægju," sagði Hiddink sem yfirgefur félagið á næstunni.

„Að ég sé sorgmæddur er kannski ekki alveg rétta orðið. Ég ætla ekki að fara að gráta. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður því þetta er ekki alveg búið. Ég get samt sagt að ég hef virkilega notið mín hjá Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×