Enski boltinn

Ferdinand meiddur á ökkla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand í leik með Manchester United.
Rio Ferdinand í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand er tæpur fyrir leik Manchester United gegn Inter í Meistaradeild Evrópu en hann meiddist í leik United og Fulham í gær.

„Ég hef smá áhyggjur af Rio," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. „Hann er meiddur á ökklanum og við verðum bara að bíða og sjá hvernig hann verður á leikdegi."

„Ég vona bara að hann verði orðinn góður því hann er okkur afar mikilvægur leikmaður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×