Enski boltinn

Drogba: Ég lét ekki reka Scolari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba þvær sig af ásökunum um að hafa grafið undan Scolari.
Drogba þvær sig af ásökunum um að hafa grafið undan Scolari. Nordic Photos/Getty Images

Didier Drogba neitar því staðfastlega að hafa átt einhvern þátt í því að Luiz Felipe Scolari var rekinn frá Chelsea.

Drogba er talinn vera einn af þremur leikmönnum félagsins sem hafi farið til Roman Abramovich, eiganda Chelsea, og kvartað yfir æfingum Scolaris. Hinir tveir eru taldir vera Michael Ballack og Petr Cech.

„Nei, nei, þetta er ekki rétt. Ég, Michael og Petr áttum ekki fund þar sem var verið að ákveða framtíð stjórans. Það var stjórnin sem tók þessa ákvörðun en ekki leikmennirnir," sagði Drogba sem virðist gráta krókódílatárum yfir því að Scolari hafi farið.

„Við vorum hissa að heyra að hann hefði verið rekinn en það sáu allir að staðan var ekki góð og það varð eitthvað að gera liðsins vegna. Ef menn skoða úrslitin síðustu tvo mánuði er ljóst að eitthvað var ekki í lagi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×