Enski boltinn

Warnock gæti kært vegna Tevez-málsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Warnock skoðar sína stöðu.
Warnock skoðar sína stöðu. Nordic Photos/Getty Images

Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheff. Utd, gæti leitað réttar síns í Teve-málinu í kjölfar þess að West Ham náði samkomulagi við félagið vegna Carlosar Tevez.

„Ég er að skoða þetta mál. Ég vildi fyrst sjá hvernig færi hjá félaginu. Ég ætti með réttu að vera að stýra liði í efstu deild," sagði Warnock sem stýrir Crystal Palace þessa dagana.

Þessa tíðindi koma ekkert sérstaklega á óvart og fastlega má búast við því að einhverjir leikmenn liðsins reyni að fara sömu leið.

„Við skiljum hvað hefur gerst en bíðum formlegrar staðfestingar frá Sheff. Utd að málið hafi verið til lykta leitt. Mál leikmannanna mun líklega fara sína leið og við höfum talað við lögmenn West Ham," sagði lögmaðurinn sem fer með mál leikmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×